Samfylking vill að skerpt verði á loforðum Framsóknar

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar. mbl.is/Brynjar Gauti

Samfylkingin mun í dag leggja fram á Alþingi tvær breytingatillögur við þingsályktunartillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um skuldavanda heimilanna. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að tillögurnar lúti að því að skerpa á tveimur helstu  kosningaloforðum Framsóknarflokksins í þingsályktunartillögunni, þ.e. 20% niðurfellingu skulda og afnámi verðtryggingar.

Leggur Samfylkingin til að skipaðar verði tvær nefndir um þessi fyrirheit Framsóknar úr kosningabaráttunni. Helgi segir að taka verið af öll tvímæli um hvernig að þessum málum verði staðið, hvort að til standi að stefna að 20% leiðinni og afnámi verðtryggingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert