Sækýrnar nálgast Frakkland

Frá sundi kvennanna í dag.
Frá sundi kvennanna í dag. Af Facebooksíðu Sækúna

Íslensku sjósundkonurnar, Sækýrnar, hafa nú lagt að baki þrettán klukkustundir í sjónum yfir Ermarsundið. Þær eru nú komnar inn í franska lögsögu og fer því að styttast í annan endann á sundi þeirra. Konurnar hófu boðsundið í morgun og er reiknað með því að sundið taki 16 til 17 klukkustundir. 

Nái hópurinn markmiði sínu verður hann fyrsti íslenski boðsundshópurinn, sem stendur aðeins saman af konum, sem lýkur áfanganum. Sækýrnar stefna að því að bæta um betur og synda einnig til baka. 

Fjölmargir fylgjast með ferð kvennanna og hafa margir sent Sækúnum kveðju í gegnum Facebook síðu þeirra. 

Hér er hægt að fylgjast með ferð kvennanna. 

Sækýrnar á Facebook 

Frétt mbl.is: Sækýrnar hefja sundið

Frétt mbl.is: Voldugar Sækýr synda Ermarsund

Sækýrnar. Kristín Helgadóttir, Sigrún Þuríður Geirsdótir, Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, Ragnheiður …
Sækýrnar. Kristín Helgadóttir, Sigrún Þuríður Geirsdótir, Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Anna Guðrún Jónsdóttir og Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir Arngrímur Sigmarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert