Tillaga um skuldavanda samþykkt

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Eggert

Þingsályktunartillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna í landinu var samþykkt á Alþingi í dag með 31 atkvæði en 12 greiddu ekki atkvæði.

Tillagan var samþykkt af þingmönnum stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar en þingmenn Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Pírata sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjórar breytingatillögur við þingsályktunartillöguna sem bornar voru fram af þingmönnum Samfylkingarinnar voru felldar með miklum mun.

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók sérstaklega fram að þó flokkur hans styddi það að farið væri út í þá vinnu sem gert væri ráð fyrir í þingsályktunartillögunni þýddi það ekki að þingmenn hans myndu sjálfkrafa styðja hvað sem kynni að koma út úr þeirri vinnu.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á vef Alþingis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert