Skemmdarverk unnin á Öræfum

Unnið hefur verið skemmdarverk vestan megin við Svínafellsjökul á Öræfum. Sigurður Hrafn Stefnisson leiðsögumaður gekk fram á stein þar sem sprautað hafði verið á orðið „rock“ eða grjót. „Steinninn er mjög stór og áberandi en ég giska á að hann sé fjórir eða fimm metrar á hæð. Það er einhvers konar olíumálning sem erfitt verður að ná af. Þetta er svívirða og á ekki að viðgangast,“ segir Sigurður.

Að sögn Guðmundar Ögmundssonar, aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli, er ekki vitað hver hefur verið að verki.

„Sennilega er um eftirhermu að ræða,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag og vísar þá til svipaðra skemmdarverka sem unnin hafa verið á íslenskri náttúru á undanförnum mánuðum.

„Þetta uppgötvaðist fyrir nokkrum vikum síðan og við höfum gert Umhverfisstofnun viðvart.“

Aðspurður segir Guðmundur illa hafa gengið að ná málningunni af. “

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert