980 fóstureyðingar á síðasta ári

Fjöldi fóstureyðinga hefur verið nokkuð stöðugur.
Fjöldi fóstureyðinga hefur verið nokkuð stöðugur. AFP

Árið 2012 voru framkvæmdar 980 fóstureyðingar á Íslandi en það er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Nokkuð færri aðgerðir voru hins vegar framkvæmdar á árunum 2004–2007 eða um 900 fóstureyðingar ár hvert. Þetta kemur fram í Talnabrunni Landlæknis.

Framkvæmdar voru 12,7 fóstureyðingar miðað við hverjar 1.000 konur á frjósemisaldri, þ.e. 15–49 ára. Að jafnaði eru flestar fóstureyðingar gerðar á konum í aldurshópnum 20–24 ára og var árið 2012 engin undantekning, en 26 af hverjum 1.000 konum í þeim aldurshópi gengust undir fóstureyðingu. Næstflestar fóstureyðingar voru framkvæmdar hjá konum í aldurshópnum 25–29 ára, 19,5 miðað við hverjar 1.000 konur.

Tölfræðin sýnir að fóstureyðingum meðal kvenna yngri en 20 ára hefur fækkað talsvert undanfarinn áratug. Þannig fóru 13,6 konur af hverjum 1.000 á aldrinum 15–19 ára í fóstureyðingu árið 2012, en á árunum 1997–2001 voru framkvæmdar yfir 20 fóstureyðingar ár hvert hjá hverjum 1.000 konum í þessum sama aldurshópi.

Fóstureyðingar árið 2012.
Fóstureyðingar árið 2012. Mynd/Landlæknir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert