Ríða úr þremur áttum til Berlínar

Þátttakendur í einum áfanga suðurleiðarinnar, sem liggur frá Austurríki, fá …
Þátttakendur í einum áfanga suðurleiðarinnar, sem liggur frá Austurríki, fá sér hressingu á leið til Berlínar þar sem heimsleikarnir verða. mbl.is/berlin2013.de

Hópar ríða nú boðreið á íslenskum hestum úr þremur áttum til Berlínar. Fólk úr hópunum safnast síðan saman við Brandenborgarhliðið 4. ágúst, setningardag Heimsleika íslenska hestsins sem haldnir verða í höfuðborg Þýskalands.

Útvegaður hefur verið hestur svo Dorrit Moussaieff forsetafrú geti riðið síðasta spölinn að Brandenborgarhliðinu. Í hverjum hópi boðreiðarinnar eru að hámarki 15 hestamenn og hver hópur heldur á fána og kefli í einn dag, svo taka nýir hópar við, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Riðið er úr þremur áttum til Berlínar. Suðurleiðin hófst í Austurríki. Fólkið á vesturleiðinni lagði af stað frá Hollandi og reiðfólkið á norðurleiðinni lagði af stað frá Danmörku. Alls eru riðnir um 3.000 kílómetrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert