Húsbíll fauk á veginum

Húsbíllinn fauk yfir á öfugan vegarhelming og lenti á tveimur …
Húsbíllinn fauk yfir á öfugan vegarhelming og lenti á tveimur bílum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Orsök óhappsins undir Hafnarfjalli í kvöld er sú að húsbíll, sem var að koma úr suðurátt, fauk yfir á öfugan vegarhelming og lenti þar á tveimur bílum. Húsbíllinn og annar fólksbíllinn enduðu utan vegar. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.

Vegagerðin varaði í dag við vindhviðum undir Eyjafjöllum, Ingólfsfjalli, Kjalarnesi, Akrafjalli og undir Hafnarfjalli sem og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Meðalvindur undir Hafnarfjalli fór í 19 m/sek í kvöld og upp í 37 m/sek í hviðum.

Kristján Ingi Hjörvarsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Borgarnesi, segir að það hafi verið full ástæða fyrir Veðurstofunni að vara fólk við að vera á ferð með aftanívagna eins og þetta slys sýndi. „Það er ekkert ferðaveður undir Hafnarfjalli og menn eiga ekki að vera þar á ferð með aftanívagna,“ sagði Kristján.

Allmargir voru á ferð á húsbílum, með hjólhýsi og tjaldvagna við Hafnarfjall í dag þrátt fyrir viðvaranir Veðurstofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert