Útlendingar í meirihluta

Helgi Pétursson og Auður Björg Sigurjónsdóttir.
Helgi Pétursson og Auður Björg Sigurjónsdóttir.

Útlit er fyrir að um 50 þúsund gestir heimsæki Hellisheiðarvirkjun í ár. Útlendingar eru í miklum meirihluta í þessum hópi.

Um 100 hópar erlends námsfólks á aldrinum frá tólf ára til tvítugs skoðuðu sýninguna í virkjuninni í vetur og vor, en á sama tíma voru hópar íslensks skólafólks innan við tíu, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Tvenn hjón reka fyrirtækið Orkusýn sem rekur sýningaraðstöðuna í Hellisheiðarvirkjun og eru þau Helgi Pétursson og Auður Björg Sigurjónsdóttir í forsvari. Bæði störfuðu þau áður að kynningarmálum og fleiri verkefnum hjá Orkuveitunni. Opið er alla daga vikunnar frá 9-17.

Allt að 95% gesta á sýningunni í Hellisheiðarvirkjun eru útlendingar og eru Bretar áberandi. Helgi segir það miður hversu tiltölulega fáir Íslendingar skoði sýninguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert