Ferðamenn aka margir of greitt í kringum Húsavík

Lögregla hefur stoppað 20 ökumenn fyrir norðan.
Lögregla hefur stoppað 20 ökumenn fyrir norðan. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Flestir þeirra tuttugu ökumanna sem lögreglan á Húsavík hefur stöðvað undanfarna tvo daga fyrir hraðakstur í umdæmi sínu eru erlendir ferðamenn.

Að sögn lögreglunnar hefur umferð aukist mjög síðustu daga og einnig umferðarhraði.

Ferðamennirnir óku flestir á 110-120 kílómetra hraða á klukkustund en líkt og flestir eiga að vita þá er hámarkshraði á þjóðvegum landsins 90 km/klst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert