Mánaðarrigning á tveimur vikum

Rigningardagur í Reykjavík.
Rigningardagur í Reykjavík. mbl.is/Ómar

Íbúar á suðvesturhorni landsins byrjuðu að kvarta undan sólarskorti, lágum hita og dumbungslegu veðri strax í júní. Júlí hefur ekki fært sóldýrkendum sérstakar gjafir og meðalhiti fyrstu 14 daga mánaðarins hefur ekki verið lægri síðan 1993 að sögn Sigurðar Þórs Guðjónssonar veðuráhugamanns.

Auk þess að vera kaldur hefur úrkoma það sem af er júlí verið óvenjumikil. Raunar rigndi álíka mikið fyrstu tvær vikur mánaðarins og gerir að meðaltali í heilum júlímánuði. Reyndar á þetta við um svæði víðar á landinu. Sigurður segir einkar óvenjulegt hve kalt og blautt hafi verið svo víða á landinu það sem af er þessum mánuði sem á að marka hápunkt hins íslenska sumars.

Í gær birti Trausti Jónsson veðurfræðingur yfirlit yfir hina ýmsu veðurfarsþætti í höfuðborginni frá tímabilinu 1. júní-15. júlí. Á bloggsíðu hans segir að sólskinsstundirnar á tímabilinu séu 189, og fer því sumarið í sögubækurnar sem sjötta sólarminnsta sumarið síðustu 64 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert