Læknar segja heilbrigðiskerfið molna

„Nú eru ákveðin merki þess að þessi gæðauppspretta íslensku sjúkrahúsanna …
„Nú eru ákveðin merki þess að þessi gæðauppspretta íslensku sjúkrahúsanna sé að þorna upp,“ segja greinarhöfundar. mbl.is/Ómar

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segja Einar Stefánsson og Sigurður Guðmundsson, starfandi læknar og prófessorar við HÍ, að íslenskt heilbrigðiskerfi muni molna niður verði ekkert að gert.

„Úreltur tækjabúnaður og hálfónýt hús blasa við, en langmesta áhættan liggur í mannauðnum. Fólk flýr,“ segir í greininni.

Þeir segja læknastéttina sérstaklega næma fyrir mannflótta, því nær allir íslenskir læknar starfi um árabil erlendis og þurfi að taka ákvörðun um að snúa heim. Haldi þróunin áfram segja þeir að Íslendingar muni búa við heilbrigðiskerfi, sem verði langt undir OECD-meðaltali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert