Miklar hitasveiflur á Þingvöllum

Það getur verið hlýtt á Þingvöllum, en í nótt fór …
Það getur verið hlýtt á Þingvöllum, en í nótt fór hitinn þar hins vegar niður fyrir frostmark. mbl.is/Rax

Miklar hitasveiflur hafa verið á Þingvöllum í dag. Um kl. 3 í nótt fór hitinn niður fyrir frostmark, en síðdegis var hitinn kominn upp í 22 gráður, sem var mesti hiti sem mældist á landinu í dag.

Veðurstofan gaf í dag út viðvörun, en spáð er vindhviðum, allt að 30 m/s á stöku stað sunnan Vatnajökuls og á sunnanverðum Austfjörðum í nótt og fram eftir degi á morgun.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að þar sem þurrt hefur verið að undanförnu geti sandfok fylgt allhvössum vindinum á sunnanverðu hálendinu frá því í kvöld og áfram á morgun m.a. á Kjalvegi og Sprengisandsleið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert