Hagkerfið í hægagangi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að hagvöxtur í ár muni …
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að hagvöxtur í ár muni ekki duga til að mæta fjölgun á vinnumarkaði. mbl.is/Júlíus

Stöðnun og jafnvel samdráttur í innflutningi á fyrstu sex mánuðum ársins vitnar um hægagang í hagkerfinu.

Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, lektors í hagfræði við Háskóla Íslands, en tölur Hagstofunnar sýna að innflutningur dróst saman um 5,6% á fyrstu sex mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í Mrogunblaðinu í dag.

Innflutningur svonefndrar hálfvaranlegrar neysluvöru, á borð við fatnað, jókst aðeins um 0,9% sem er langt undir verðbólgu á tímabilinu og fjölgun ferðamanna, að ótaldri fólksfjölgun. Innflutningur varanlegra neysluvara, á borð við bíla, jókst um 4,5% sem Ásgeir rekur að hluta til innflutnings bílaleigubíla, fremur en eftirspurnar almennings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert