Geta ekki bjargað verkefnum

Sveinn Margeirsson.
Sveinn Margeirsson. mbl.is

Það er mjög óljóst hvernig verður með uppbyggingu á tækjabúnaði sem þörf er á vegna varnarefnamælinga, þ.e. mælinga á varnarefnum líkt og t.d. skordýraeitri. Einnig er óljóst með fleiri mælingar sem Íslendingar hafa undirgengist vegna EES-samningsins í kjölfar þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skrúfaði fyrir hina svokölluðu IPA-styrki.

Þetta segir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, en styrkir til Matís vegna verkefna sem varða uppbyggingu á rannsóknastofum og gæðakerfi vegna matvælaeftirlits eru á meðal þeirra styrkja sem falla niður í kjölfar ákvörðunarinnar.

Hafði samband við ráðuneyti

Sveinn bendir jafnframt á að þetta hafi einnig þau áhrif að Matís geti ekki þjónustað Matvælastofnun, sem einnig var hluti af þessu verkefni, með þeim hætti sem eftirlitsskylda kveður á um. „Inni í þessu var þjálfun á starfsfólki bæði hjá Matís, Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna, að nokkru leyti, sem fellur þá niður,“ segir Sveinn sem bætir við að eins og staðan sé í dag hafi Matís ekki fjármagn til að bjarga neinum af þeim verkefnum sem hljóta áttu IPA-styrki.

Spurður að því hvort hann hafi haft samband við utanríkisráðuneytið í kjölfar ákvörðunarinnar segir Sveinn svo vera. „Ef tækin verða ekki fjármögnuð með öðrum hætti þá munum við neyðast til að láta gera dýrari mælingar erlendis en ella hefði verið,“ segir Sveinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert