Útlitið er ágætt fyrir Landeyjahöfn

Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.
Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn. mbl.is/Ómar

„Ég held að útlitið sé bara gott. Það er fínt dýpi og fínar aðstæður eins og staðan er núna. Spáin er góð, eins langt og við getum séð. Og við erum vongóð um að fá milt og gott haust.“

Þetta segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs, um ástand Landeyjahafnar fyrir haustið. Hann segir erfitt að segja til um hvernig ástandið verður á höfninni með vetrinum enda ráði náttúruöflin miklu um það.

Vegagerðin hefur rannsakað Landeyjahöfn í þeim tilgangi að komast að því með hvaða hætti er hægt að tryggja nægilegt dýpi í höfninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert