Segja borgina skapa skort á bílastæðum

Um 60 bílastæði eru þar sem Brautarholt 7 mun rísa.
Um 60 bílastæði eru þar sem Brautarholt 7 mun rísa. mbl.is/Rósa Braga

Íbúar og hagsmunaaðilar við fyrirhugaðan byggingarreit í Brautarholti 7 í Reykjavík telja að stúdentagarðar sem þar eiga að rísa muni auka á vanda vegna fárra bílastæða.

Lóðin er í dag nýtt sem bílastæði fyrir um 60 bíla og eiga 20 stæði að koma í staðinn þegar ný hús eru risin með hátt í 100 íbúðum.

Snorri Waage er eigandi skrifstofuhúsnæðis í Brautarholti. Hann gagnrýnir að hætt skuli hafa verið við að reisa bílageymslur með samtals 252 stæðum á lóðinni og að nú eigi aðeins að byggja bílageymslu fyrir 18 bíla, auk tveggja stæða fyrir fatlaða. Áttu 113 stæði að vera fyrir almenning í fyrri tillögunni, en 139 að vera í notkun fyrir íbúðir, fyrirtæki og stofnanir í tveim byggingum. Eiga þess í stað að rísa stúdentagarðar með 90-97 íbúðum. „Það segir sig sjálft að ef menn eiga í vandræðum með að finna bílastæði fyrir sig og viðskiptavini sína mun það hafa fælandi áhrif á fyrirtæki,“ segir Snorri í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert