Ráðast gegn kennitöluflakki

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst skera upp herör …
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst skera upp herör gegn kennitöluflakki mbl.is/Rósa Braga

Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar og viðskiptaráðherra, var á ríkisstjórnarfundi í morgun falið að hafa forgöngu um að hefja aðgerðir til að ráðast gegn kennitöluflakki.

Kennitöluflakk er hvergi skilgreint í lögum, en í daglegu tali er með kennitöluflakki átt við þegar einstaklingar skilja félög með takmarkaðri persónulegri ábyrgð eigenda eftir með mikið af skuldum eða ógreiddum opinberum gjöldum eftir eignalaus, en flytja eignirnar yfir í ný félög og komist þannig undan skuldunum.

Kennitöluflakk kostar lánveitendur og ríkissjóð háar fjárhæðir ár hvert, auk þess sem það skekkir verulega samkeppnisstöðu á markaði.

Samkvæmt heimildum í ráðuneytinu eru fyrstu skref í þessa átt þau að kortleggja umfangs kennitöluflakks. Samstarfsvettvangur ýmissa ráðuneyta verður settur saman í í þessum tilgangi, en auk ráðuneytis Ragnheiðar Elínar munu fjármála- og efnahagsráðuneyti og innanríkisráðuneyti koma að vinnunni. Þá verður þess gætt að hagsmunaaðilar úr atvinnulífinu eigi aðild að samstarfinu.

Þá verður lagt fram frumvarp til breytinga á löggjöf sem snýr að tímanlegum skilum ársreikninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert