Bjartsýnir á leyfi til undirbúnings kláfs

Leið ferjunnar fyrirhuguðu upp á Þverfell.
Leið ferjunnar fyrirhuguðu upp á Þverfell.

Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar ehf. ætlar að sækja um framkvæmdaleyfi til veðurrannsókna á Esjunni vegna farþegaferju upp á tind hennar.

Að sögn Arnþórs Þórðarsonar, verkefnastjóra Esjuferju, er fyrirtækið bjartsýnt á að fá leyfi til rannsóknanna og að þær geti hafist innan nokkurra vikna.

„Við reiknum með því að allt næsta ár fari í undirbúningsvinnu og að framkvæmdir gætu hafist árið 2015. Við sjáum ekki alveg fyrir hversu hratt þær muni ganga en við ímyndum okkur að ferjan hefji ferðir í síðasta lagi árið 2017,“ segir Arnþór meðal annars í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert