Horfur á minni kornuppskeru en oft áður

Bærinn Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
Bærinn Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.

Kornskurður stendur nú yfir á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, það er að segja þegar gefur til þreskingar. Ólafur Eggertsson bóndi sagði að búið væri að vera blautt í haust í bland við hvassviðri.

„Kornið hefur þroskast seint í sumar vegna kulda og lítils sólskins. Því hefur ekki veitt af að standa og bíða. Það hefur ekkert gefið í marga daga til að þreskja,“ sagði Ólafur.

Svolítið hefur fallið af korni á ökrum undir Eyjafjöllum og örugglega víðar, að sögn Ólafs. Um daginn gerði mikið hvassviðri á þessum slóðum og korn sem er komið að þroska stenst ekki slíkt. Ef stöngullinn brotnar næst ekki kornið. Uppskeran nú er almennt heldur rýrari en venjulega. Það er þó misjafnt eftir ræktunarsvæðum og tegundum, að sögn Ólafs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert