Hrunið eins og náttúruhamfarir

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flutti erindi á málþingi í tilefni …
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flutti erindi á málþingi í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá hruni. Ómar Óskarsson

„Til hamingju með daginn!“

Svona hófst erindi Guðna Th. Jóhannessonar sem hann flutti á málþingi í dag, í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá hruni og uppskar hann kátínu fundarmanna við það. 

Erindi Guðna fjallaði það hvernig sagan hefur og mun dæma hrunið. Guðni líkti hruninu við mannskæðar náttúruhamfarir, að því leyti að viðbrögðinværu eins. Fyrst kemur áfallið, og brugðist er við því með neyðaraðgerðum, líkt og það þegar neyðarlögin voru sett. Svo tekur við doði, síðan reiði áður en þunglyndið hellist yfir mann. 

5 ár ekki langur tími í sögulegu samhengi

„Sumir segja að blaðamenn skrifi fyrsta uppkast af sögunni, áður en sagnfræðingar sjá um restina,“ sagði Guðni og vísaði þar til þess að þegar blaðamenn skrifa söguna aðeins örstuttu eftir að atburður á sér stað, liggi ekki fyrir allar upplýsingar. Það sé því fyrst eftir langan tíma, þegar öll viðkomandi gögn hafa verið skoðuð að hægt sé að fella dóm sögunnar.

Hann vitnaði til ummæla George W. Bush þar sem hann sagði að sagnfræðingar framtíðarinnar myndu verða þeir sem sæju um að dæma hann, og það yrði löngu eftir hans tíma. Með þessu vilji hann meina að ekki sé hægt að sjá áhrif ákvarðana hans fyrr en lengri tími er liðinn. Nýjar upplýsingar líta dagsins ljós og geta breytt öllu á svipstundu. 

Skýrslan mikilvægur gagnabanki

Guðni fjallaði nokkuð um rannsóknarskýrslu Alþingis og fór yfir það sem mætti telja styrkleika og veikleika hennar. Hann sagði að með henni hefði vissulega skapast gríðarlegur gagnabanki sem sagnfræðingar framtíðarinnar gætu leitað í. En þeirri spurningu var jafnframt velt upp, hvort of skammur tími hefði verið liðinn frá hruni áður en slík rannsóknarskýrsla var gerð.

Hann vitnaði til fleygra orða sem féllu í fjölmiðlum þegar rannsóknarskýrslan kom út. „Nú vitum við allt.“ Guðni segir margt eiga enn eftir að koma í ljós, til dæmis þegar leynd verður aflétt af skjölum sem eru í geymslu erlendra ríkisstjórna eða þegar aðilar taka að gefa út endurminningar sínar. 

Getum aldrei orðið sammála

Að lokum sagðist Guðni fagna því að við byggjum í ríki þar sem hægt væri að takast á um rannsóknarskýrslur og dómsmál. Aðeins í alræðisríkjum væri búinn til einn sannleikur sem hvergi yrði vefengdur. 

„Það er fagnaðarefni að hægt sé að takast á um orsakir bankahrunsins aðeins með orðin að vopni.“

Íslendingar tóku gagnrýni sem árás

Víkingar, bankamenn og íslensk náttúra

Frá málþingi um 5 ár frá hruni sem fram fór …
Frá málþingi um 5 ár frá hruni sem fram fór í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert