Erill hjá umferðardeild í nótt

mbl.is/Hjörtur

Um níuleytið í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Grafarvogi eftir að ökuhraði bifreiðarinnar hafði verið mældur 109 km/klst en leyfður ökuhraði er 50 km/klst.  Ökumaðurinn er einnig  grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Hálfellefu var svo bifreið stöðvuð á Vesturlandsvegi. Ökumaður bifreiðarinnar var réttindalaus og bifreiðin var á röngum númerum.  Bifreiðin var því ótryggð og voru röngu númerin fjarlægð og lögð inn.

Kortér í tólf hafði lögreglan afskipti af bifreið sem lagt var í bifreiðastæði í Austurborginni.  Í bifreiðinni voru 5 stúlkur og við afskipti lögreglu vaknaði grunur um fíkniefnanotkun.  Ein stúlkan framvísaði ætluðum fíkniefnum og verður kærð fyrir vörslu fíkniefna.

Hálfeitt var svo bifreið stöðvuð í Grafarvogi. Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Um svipað leyti var bifreið stöðvuð í Miðborginni. Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Klukkan eitt var svo bifreið stöðvuð á Laugavegi.  Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.  Einnig voru tveir farþegar í bifreiðinni kærðir fyrir vörslu fíkniefna.

Um svipað leyti var bifreið stöðvuð í Breiðholti. Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Hálfþrjú í nótt var svo bifreið stöðvuð á Kringlumýrarbraut.  Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum ökutækjum í Austurborginni í nótt þar sem ökutækin voru ótryggð og/ eða höfðu ekki verið færð til skoðunar á réttum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert