Örtröð á dekkjaverkstæðum

„Það er biðröð út úr dyrum, mjög mikið að gera,“ segir Elías Kristjánsson, starfsmaður hjólbarðaverkstæðisins Nesdekks á Fiskislóð í Reykjavík. Hann segir að margir hafi komið í morgun til að láta skipta yfir á vetrardekk, en alhvít jörð var víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Viðskiptavinir panta bæði tíma og hinkra eftir skiptingu. Elías segir að töluvert hafi verið að gera í gær, eftir að fréttir bárust af því að von væri á snjó í dag.

Á Hjólabarðaverkstæði Sigurjóns var verið að setja nagladekkin undir lögreglubílana í morgun. Þar hefur verið mikið að gera í dag.

Fjöldi ökumanna hefur lagt leið sína í Max 1 á Bíldshöfða í tilefni vetrarveðursins. Um klukkutímabið getur verið eftir dekkjaskiptum. „Það er mjög líflegt hjá okkur eins og sennilega hjá öllum dekkjaverkstæðum í dag,“ segir Ívar Ásgeirsson. „Snjórinn kom kannski fullsnemma í ár,“ og fólk því kannski ekki viðbúið snjónum.

Frétt mbl.is: Fimm óhöpp og miklar tafir.

Frétt mbl.is: Rigning í kortunum á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert