Náðu ekki saman um viðræðuáætlun

Samningar vegna fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi og í Vestmannaeyjum eru undanskildir …
Samningar vegna fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi og í Vestmannaeyjum eru undanskildir viðræðuáætlun.

Starfsgreinasambandið (SGS) og Samtök atvinnulífsins náðu ekki samkomulagi um viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga og kom málið því til kasta Ríkissáttasemjara, sem þurfti gefa út viðræðuáætlun fyrir samtökin. Var það gert í fyrradag.

Starfsgreinasambandið fer með samningsumboð fyrir 16 aðildarfélög um gerð aðalkjarasamnings ,,Það náðist ekki samkomulag og [Ríkissáttasemjari] varð að úrskurða,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að deilurnar hafi aðallega snúist um að SGS vildi undanskilja ákveðna samninga en Samtök atvinnulífsins hafi ekki viljað fallast á það. Varð niðurstaðan sú að samningar vegna fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi og í Vestmannaeyjum eru undanskildir viðræðuáætlun, þar sem gerðir verði sérsamningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert