Uppfylla ekki þörfina

Ástandið í byggingariðnaði er að batna og ýmis jákvæð teikn eru á lofti. Mikið munar um byggingu nýrra hótela og gistiheimila í Reykjavík en þótt ýmislegt sé að gerast er enn of lítið byggt af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, að mati Friðriks Á. Ólafssonar, forstöðumanns byggingarsviðs Samtaka iðnaðarins.

Samkvæmt nýrri talningu SI eru nú 927 fokheldar og lengra komnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Bygging á 750 íbúðum til viðbótar er skemmra á veg komin. Þetta er óveruleg breyting frá upphafi árs.

Til þess að halda í við eðlilega eftirspurn þyrftu tvöfalt fleiri íbúðir að vera í byggingu, segir Friðrik í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Huga þurfi að leiðum til að auðvelda fólki að eignast sína fyrstu íbúð, s.s. með skattaafslætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert