Sóknargjöldin renni til heilbrigðismála

Kristín Soffía Jónsdóttir.
Kristín Soffía Jónsdóttir. mbl.is

„Við fórum að velta því fyrir okkur hvort trú á læknavísindin gæti flokkast sem trú í eðlilegum skilningi og ef svo væri hvort við ættum að stofna trúfélag og láta sóknargjöldin renna til heilbrigðismálanna. Til að mynda til tækjakaupa eða þar sem fjármagn vantar mest.“

Þetta segir Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, en hún greindi frá þeirri hugmynd sinni á Facebook-síðu sinni í morgun að setja á laggirnar Læknavísindakirkju sem skráð trúfélag. Hún leggur þó áherslu á að hugmyndinni sé ekki beint gegn einum eða neinum.

„Við þurfum að leggja algera trú á það að einhver læknir sé að segja okkur sannleikann. Við höfum engan skilning á því sem er að gerast heldur leggjum bara okkar trú og traust á það sem er að gerast. Það er þessi bjargfasta trú um að það sé verið að gera það sem er best fyrir okkur sem gerir það að verkum að við tökum lyfin okkar eða gerum það sem læknarnir fyrirskipa okkur að gera jafnvel þó við höfum ekki endilega fullan skilning eða sönnur fyrir því að þetta sé rétt,“ segir hún ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert