Margir andvígir ókeypis lóðum til trúfélaga

Morgunblaðið/Ómar

Flestir þeirra sem tóku afstöðu voru andvígir því að trúfélög fái úthlutaðar ókeypis lóðir til að byggja trúarbyggingar hjá sveitarfélögum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 45,5% vera mjög andvíg því að trúfélög fái úthlutaðar ókeypis lóðir og 25,8% sögðust vera frekar andvíg, 7,2% sögðust vera fylgjandi og 2,8% sögðust vera mjög fylgjandi því að trúfélög fái úthlutaðar ókeypis lóðir til að byggja trúarbyggingar hjá sveitarfélögum.

MMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lóðaúthlutunar til trúfélaga. Hlutfall mjög andvígra var hæst á meðal þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn en lægst á meðal þeirra sem sögðust styðja Vinstri-græn. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn sögðust 54,0% vera mjög andvíg því að trúfélögum væri úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitarfélögum, borið saman við 33,4% þeirra sem sögðust styðja Vinstri-græn.

Hlutfall þeirra sem voru fylgjandi var hæst hjá þeim sem sögðust styðja Samfylkinguna, Vinstri-græn og Bjarta framtíð en lægst hjá þeim sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 16,6% þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna vera mjög eða frekar fylgjandi því að trúfélög fái úthlutaðar ókeypis lóðir til að byggja trúarbyggingar hjá sveitarfélögum, borið saman við 15,8% þeirra sem sögðust styðja Vinstri-græn, 13,8% þeirra sem sögðust styðja Bjarta framtíð og 5,4% þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert