Fjármálastefna til fimm ára

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Morgunblaðið/Kristinn

Fjármála- og efnahagsráðherra stefnir að því að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um opinber fjármál í nóvember næstkomandi. Ef Alþingi samþykkir frumvarpið munu öll lög um fjárreiður ríkisins falla úr gildi en gildissvið nýrra laga yrði mun víðfeðmara. Meðal þess sem frumvarpið felur í sér er að ríkisstjórnir leggi fram fjármálastefnu til fimm ára í upphafi kjörtímabils sem háð er samþykki Alþingis. Stefnunni er ætlað að fela í sér markmið sem leiða eiga til stöðugleika og sjálfbærni opinberra fjármál.

Á grunni þeirrar stefnu skal fjármálaráðherra leggja fram fjármálaáætlun hvert vor. Sú áætlun felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð. Fjárlagafrumvarpið skal síðan byggja á markmiðum fjármálaáætlunar. Í því sambandi er horft sérstaklega til útgjaldaþaks málefnasviða, sem fjármálaáætlun greinir ávallt frá að vori. 

Vinna staðið frá árinu 2011

Við árslok 2011 var sett á laggirnar stýrinefnd sem falið var að gera heildarendurskoðun á fjárreiðulögunum og leggja grunn að nýrri heildarlöggjöf um fjárreiður ríkisins. Stýrinefndin samþykkti drög að nýju frumvarpi um opinber fjármál hinn 1. febrúar 2013. Þau hafa verið til kynningar á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá því í júní og var frestur til umsagna vegna frumvarpsins til 20. ágúst. Umsagnir bárust m.a. frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og forstöðumönnum ríkisstofnana.

Sjá tilkynningu ráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert