Íslandsflugið of dýrt fyrir Ryanair

AFP

Kostnaður við að fljúga til Keflavíkur er ástæða þess að lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur ekki tekið ákvörðun um áætlanaflug til Íslands. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

Haft er eftir Elínu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Isavia, að Ryanair sé vant því að fá mikinn stuðning frá flugvöllum og ferðamálayfirvöldum. Hins vegar hafi hvorki Isavia né íslensk ferðamálayfirvöld getað boðið upp á slíkt.

Flugfélagið kannaði einnig þann möguleika að fljúga til Akureyrar en fram kemur á vefnum að erfitt aðflug á Akureyrarflugvelli hafi gert þær hugmyndir að engu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert