Ólína íhugar dómstólaleiðina

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Ólína Þorvarðardóttir segist nú íhuga hvort hún muni snúa sér til dómstóla vegna ákvörðunar rektors Háskólans á Akureyri um að bjóða Sigrúnu Stefánsdóttur starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs.

Mjög dróst að ráða í stöðu sviðsforsetans eftir að starfið var auglýst. Í ágúst veittu starfsmenn fræðasviðsins álit sitt með atkvæðagreiðslu milli 6 umsækjenda. Í fyrri umferð fengu flest atkvæði þau Ólína og Rögnvaldur Ingþórsson og þegar kosið var aftur í seinni umferð fékk Ólína flest atkvæði starfsmanna.

Endanleg ákvörðun um ráðningu var hinsvegar rektors, Stefáns B. Sigurðssonar, og bauð hann Sigrúnu starfið í gær, m.a. með þeim rökum að hún komi sterkust út í niðurstöðu dómnefndar og í skýrslu Capacent.

Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til vinnubragðanna

„Ég er núna að meta réttarstöðu mína, það er hvort ég muni snúa mér til dómstóla,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir í samtali við Akureyri vikublað nú síðdegis. Hún sagðist þó ekki geta tekið ákvörðun um framhaldið fyrr en hún hafi séð öll gögnin. Þau hafi hún ekki enn fengið í hendur þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um.

„En varðandi stjórnsýsluþáttinn í þessu þá hef ég þegar snúið mér til umboðsmanns Alþingis. Mér finnst í öllu falli sjálfsagt og eðlilegt að það embætti taki afstöðu til þessara vinnubragða, hvað sem öðru líður. Opinberir starfsmenn, ekki síst innan háskólageirans, eiga talsvert undir því að tekin verði afstaða til þess hvort þetta eru tæk vinnubrögð,“ sagði Ólína.

Sjá nánar á vef vikublaðsins Akureyri.

Sjá fyrri fréttir mbl.is:

Ólína hafði betur en Sigrún

Ekki búið að ráða Ólínu

Sigrúnu boðið starf sviðsforseta

Stefán B. Sigurðsson er rektor Háskólans á Akureyri.
Stefán B. Sigurðsson er rektor Háskólans á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert