Veggjakrot eykst í borginni

Undirgöngin við Miklubraut hafa orðið veggjakroturum að bráð eins og …
Undirgöngin við Miklubraut hafa orðið veggjakroturum að bráð eins og mynd sem tekin var í gær sýnir. mbl.is/Golli

„Veggjakrot hefur aukist mikið að undanförnu í flestum hverfum borgarinnar,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en borgarfulltrúar flokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs þann 17. október um að aðgerðir gegn veggjakroti yrðu hertar.

„Á síðasta kjörtímabili fór fram mikið átak sem náði hámarki 2008 og mikill árangur vannst í baráttunni gegn veggjakroti. Í kjölfar efnahagskreppunnar var þarna skorið niður og nú duga framlögin rétt fyrir lágmarkshreinsun,“ segir Kjartan.

Árið 2012 var um 24 milljónum króna varið í hreinsun á veggjakroti en til samanburðar má geta þess að árið 2008 nam upphæðin um 156 milljónum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert