Óljóst hvert Fernanda fer

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert farið verður með flutningaskipið Fernöndu, en varðskipið Þór er núna með það í togi.

Ákveðið var skömmu fyrir hádegi í dag að draga Fernöndu út úr Hafnarfjarðarhöfn, en þangað komu skipin um kl. 9:30 í morgun. Eldur gaus upp í skipinu eftir að slökkvistarf hófst í morgun.

Ástæða fyrir því að farið var með Fernöndu inn í Hafnarfjarðarhöfn er sú að höfnin er skilgreind sem öryggishöfn. Mun meiri eldur var hins vegar í skipinu en talið var og var ákveðið út frá öryggissjónarmiði að draga skipið á haf út.

Mikinn reyk lagði yfir Hvaleyrarholt í morgun frá Fernöndu. Mengunin kom fram á mæli Umhverfisstofnunar sem fylgist með loftmengun.

Varðskipið Þór tók þátt í slökkvistörfum í morgun, en tog …
Varðskipið Þór tók þátt í slökkvistörfum í morgun, en tog Fernöndu síðan í tog. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert