70 yfirheyrðir í vændismáli

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú umfangs
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú umfangs mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú yfirheyrt um 70 manns sem grunaðir eru um að hafa keypt vændi af tæplega fertugri lettneskri konu í sumar. Talið að hún hafi haft um 80 til 90 viðskiptavini og á lögregla því eftir að ræða við nokkra. Ekki er talið að ákæra í málinu verði gefin út fyrr en á næsta ári.

Konan og íslenskur karlmaður sem grunaður er um að hafa haft tekjur af vændi voru handtekin í lok ágúst.

Grunur leikur á að konan hafi komið hingað til lands um 30 sinnum síðastliðin fimm ár til að stunda vændi.

Lögregla hafði fylgst með henni um skeið, meðal ananrs vegna gruns um að hún stæði að flutningi ungra kvenna til landsins vegna vændisstarfsemi. Að sögn lögreglu á Suðurnesjum hefur þó ekkert komið upp við rannsókn málsins sem bendir til að um mansal hafi verið að ræða.

Konan og íslenski karlmaðurinn voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness eftir að þau voru handtekin í sumar. Konan sætti síðan farbanni, en því var síðar aflétt og er hún farin af landi brott.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert