Skapandi greinar á meðal öflugustu atvinnugreina

Androulla Vassiliou, kýpverskur menningar- og menntunarstjóri Evrópusambandsins, kynnti meginhugmyndir og ...
Androulla Vassiliou, kýpverskur menningar- og menntunarstjóri Evrópusambandsins, kynnti meginhugmyndir og áherslur að baki „Creative Europe“ fyrir menningarblaðamönnum frá öllum Evrópulöndunum. Einar Falur Ingólfsson

Á næstu árum á að aðstoða 250.000 evrópska listamenn við að koma verkum á framfæri, auðvelda dreifingu 800 kvikmynda, styðja við 2.000 kvikmyndahús og styrkja þýðingu 4.500 bóka. „Skapandi greinar eru nú meðal öflugustu atvinnugreina Evrópu,“ segir menningarstjóri ESB. 

Ákveðið hefur verið að auka fjárframlög til menningarmála í löndum Evrópusambandsins. Á sama tíma og fjárhagsáætlun þess einkennist í fyrsta skipti af samdrætti, hefur því verið ákveðið að láta aukið fé renna til menningarlífsins og hinna skapandi greina, enda sýna rannsóknir fram á að það eru þau svið efnahagslífsins sem skila hvað mestum vexti og fleiri gæðastörfum en önnur á þessum krepputímum.

Ný menningarstefna sambandsins, sem Íslendingar tengjast ásamt hinum EFTA-löndunum með gagnkvæmum samningum, kallast „Creative Europe“ og á næstu sjö árum verður framlag til málaflokksins hækkað um níu prósent. Verður 1,46 milljörðum evra varið til hans á tímabilinu frá 2014 til 2020.

Fyrirhugað er að „Creative Europe“ muni á næstu sjö árum styðja 250.000 listamenn og sérfræðinga í menningarmálum og hjálpa til við að koma verkum þeirra á framfæri utan heimalandanna; auðvelda dreifingu yfir 800 evrópskra kvikmynda út um Evrópu og til annarra heimsálfa; styðja við rekstur yfir 2.000 kvikmyndahúsa þar sem að minnsta kosti helmingur sýndra kvikmynda er evrópskur; yfir 4.500 bækur munu njóta góðs af þýðingastyrkjum; og þúsundir menningarstofnana og listamanna í ýmsum geirum verður gert kleift að koma sér og verkum á framfæri í öðrum löndum.

Um 4,5 prósent samanlagðrar þjóðarframleiðslu Evrópulanda kemur frá menningargeiranum og hinum skapandi greinum; yfir 8,5 milljónir starfa eru þar að baki.

Þrátt fyrir að tæplega einn og hálfur milljarða evra er nú eyrnamerktur mennningarmálum á næstu sjö árum með þessum hætti, er rétt að taka fram, að aðrir liðir sem einnig flokkast undir menningu fá umtalsvert meira fjármagn. Til að mynda falla um sex milljarðar evra undir „menningarlega arfleifð“, en þar má finna þjóðminjasöfn og hvers kyns fornleifar.

Íslendingar með

Ísland mun á grundvelli EES-samningsins taka þátt í nær öllum áætlunum Evrópusambandins, sem hefjast á næsta ári, þar með talið „Creative Europe“. Áætlað er að Evrópuþingið samþykki „Creative Europe“-áætlunina 19. nóvember næstkomandi og í kjölfarið þarf að fella ákvörðun um þátttöku EFTA/EES ríkjanna í áætluninni í EES samninginn. Það ferli tekur að jafnaði fimm til sex mánuði og því er hugsanlegt að samstarfi milli listamanna og menningarstofnana í annars vegar EES/EFTA-ríkjunum og hins vegar Evrópusambandinu geti ekki verið komið á við fyrstu úthlutun, sem áætlað er að verði sumarið 2014. Unnið er að því af hálfu EFTA og framkvæmdastjórnar ESB að flýta fyrir málum til að þátttaka aðila frá EFTA/EES ríkjunum verði tryggð frá byrjun.

Vöxturinn er í menningu

Í vikunni kynnti Androulla Vassiliou, kýpverskur menningar- og menntunarstjóri Evrópusambandsins, meginhugmyndir og áherslur að baki „Creative Europe“ fyrir menningarblaðamönnum frá öllum Evrópulöndunum. Hún sagði afar mikilvægt að styðja við menninguna í öllum löndum Evrópu og ekki síst á þessum erfiðleikatímum.

„Hinar skapandi greinar eru gríðarlega mikilvægar fyrir menningarlegan fjölbreytileika Evrópu. Sá fjölbreytileiki er mikilvægasta auðlind álfunnar og það er skylda okkar bæði að vernda hann og kynna,“ sagði Vassiliou. Hún bætti við að nú væri þó enn ríkari ástæða til að standa vel að baki hinum skapandi greinum, því þar væri einhver mesti vöxturinn í atvinnusköpun álfunnar í dag.

„Mörgum hættir til að líta fram hjá því að menningin og hinar skapandi greinar og framleiðsla þeim tengd er nú meðal öflugustu atvinnugreina Evrópu. Við skapandi greinar verður til sívaxandi fjöldi gæðastarfa fyrir fólk í öllum þessum löndum,“ sagði hún.

Skýra listina fyrir bönkum

„Nú höfum við í höndum kannanir sem leiða í ljós að þessi svið efnahagslífsins eru kraftmeiri og skapa meiri vöxt en til að mynda bílaiðnaðurinn, plastframleiðsla og efnaiðnaðurinn. Sumir neita að trúa þessu og á ráðstefnu, sem ég talaði nýlega á og sagði að hinar skapandi greinar ættu að fá enn meira vægi, þá voru mér send skilaboð með spurningunni hvort ég hefði ekki eitthvað nytsamlegra við tímann að gera en halda öðru eins fram.“ Hún brosir. „En tölurnar ljúga ekki. Þær sýna að hinar skapandi greinar eru í dag leiðandi í efnahagsvexti og fjölgun starfa. Það er engin ímyndun heldur niðurstaða vandaðra kannana.

En það má ekki bara halda menningunni fram sem mikilvægu efnahagsafli, því má ekki gleyma að hún er ómetanlegur þáttur í sjálfsmynd þjóðanna.“

Vassiliou segir að þótt máttur menningar sé mikill og sívaxandi í álfunni, þá séu engu að síður víða hindranir á veginum þegar kemur að því að miðla sköpuninni milli landa og til stærri áhorfendahópa.

Markmiðið er að nota „Creative Europe“-áætlunina til að fjarlægja þessar hindranir. Það felst meðal annars í því að hjálpa hinum skapandi greinum að „sigrast á“ hömlum sem hinir einstöku markaðir og tungumál skapa. Þá er stefnt að því að nýta sem best möguleika net- og hnattvæðingar og auðvelda aðgengi að nauðsynlegu fjármagni til framkvæmda í þessum geira.

„Í því skyni mun umsækjendum í fyrsta skipti gert kleift að fá bankaumsögn. Eitt af vandamálum listamanna og þeirra sem standa að allrahanda menningarframkvæmdum, er að bankar eru hikandi við að lána þeim fé því bankamenn skilja ekki hvert gildi þeirra er og hvernig meta má óefniskennd verðmæti verkanna og framkvæmdanna. Því bjóðum við bönkum nú sérfræðiþekkingu okkar við að skilja betur þau verðmæti sem hinar skapandi greinar búa til. Í kjölfarið eiga möguleikar á lánveitingum að aukast.“

Sótt í menningarviðburði

Vassiliou segir að hún hafi vonast eftir enn meira fé til málaflokksins, byggt á mikilvægi hans í samtímanum; hún fór fram á 37 prósent aukningu en fékk níu. Hún segist þó ánægð með það, eins og staða mála er.

Athyglisvert var að heyra á fundinum mál blaðamanna og sérfræðinga í menningargeiranum, víða að úr Evrópu, því sagan er sú sama og hér á landi: fjöldi gesta á leiksýningar hefur aukist, sama má segja um myndlistarsýningar, bókasöfn, listasöfn, og framleiðsla kvikmynda, oft og tíðum mjög metnaðarfullra og persónulegra, hefur færst í vöxt. Kannanirnar sem menningarstjórinn kynnti staðfesta það. Menningin er í sókn.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

300 milljónum meira til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Framlögin hækka um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Óvissa um fjölda umsækjenda um vernd

11:20 Mikil óvissa er um fjölda umsækjenda um vernd á næsta ári en gera má ráð fyrir fjölgun bæði tilhæfulausra umsókna um vernd og einnig umsókna þar sem tilvik eru flóknari, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

Hálfum milljarði meira til Landsréttar

11:10 Alls verður 681 milljón króna varið til Landsréttar á árinu 2018, samkvæmt nýjum fjárlögum. Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót. Meira »

Orri Páll og Sif aðstoða Guðmund Inga

11:05 Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum. Meira »

Fjárveiting til forsætisráðuneytis hækkar um hálfan milljarð

10:23 Heildarfjárheimild til forsætisráðuneytisins fyrir árið 2018 er áætluð 1.560 milljónir króna og hækkar um 493,6 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Meira »

Gert við gestahús forseta

10:15 Gert er ráð fyrir 32 milljóna króna framlagi í fjárlögum næsta árs vegna viðhaldsframkvæmda á húseigninni að Laufásvegi 72 í Reykjavík, gestahúsi forseta Íslands. Brýnt er að gera við húsið að utanverðu til að fyrirbyggja frekari skemmdir og til að varðveita þær viðgerðir sem þegar hafa verið unnar. Meira »

Minnast Klevis Sula

10:34 Minningarathöfn verður haldin í minningu Klevis Sula á sunnudaginn klukkan 17.00 við tjörnina í Reykjavík. Klevis lést 8. desember eftir að hafa verið stunginn með hníf á Austurvelli aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Meira »

Aukin framlög til vegakerfisins

10:20 Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu hækkar um 1.388 milljónir frá gildandi fjárlögum, að því er kemur fram í nýjum fjárlögum fyrir árið 2018. Meira »

„Þessi maður er bróðir minn“

10:14 „Nú hefur líklega ekki farið framhjá neinum fréttir um föðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa brotið kynferðislega á þriðju dóttur sinni.“ Þannig hefst færsla Kolbrúnar Jónsdóttur á Facebook þar sem hún fjallar um bróður sinn sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
Í jólapakka golfarans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...