Mikil hálka á Akureyri

Það borgar sig að fara varlega í hálkunni á Akureyri.
Það borgar sig að fara varlega í hálkunni á Akureyri. mbl.is/Golli

Mikil hálka er á götum Akureyrar og fyllsta ástæða að fara varlega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekkert er hins vegar að veðri þar og nánast logn.

Það hlánaði á Akureyri í gær eftir kulda og snjó undanfarna daga. Klukkan sex í morgun var fjögurra stiga hiti á Akureyri og léttskýjað.

Ekki eru komnar upplýsingar um færð á vegum nú í morgun frá Vegagerðinni en um tíuleytið í gærkvöldi var þetta staðan á Norðurlandi:

Norðaustanlands er hálka á flestum vegum og skafrenningur en þungfært er á Dettifossvegi og þæfingur og óveður er á Víkurskarði. Óveður og hálka er á Mývatnsöræfum og á Hólasandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert