Vilja meiri vetrarþjónustu á ferðamannaleiðum

Rútan rann út af veginum í hálku og hafnaði á …
Rútan rann út af veginum í hálku og hafnaði á hliðinni. mbl.is/Sigmundur

„Ferðaþjónustan vill sjá daglega þjónustu yfir veturinn á þessum fjölförnustu leiðum eins og Gullna hringnum. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega og umferðin aukist eftir því. Þetta hefur skapað ríkissjóði tekjur.

Þetta segir Þórir Garðarsson, sölu- og markaðsstjóri hjá rútufyrirtækinu Iceland Excursions, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir núna vera tíma til að setjast niður og ræða þessi mál. Fengist hafi væg ábending með rútuslysinu á Þingvallaveginum.

Þórir gagnrýnir vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á einni fjölförnustu ferðamannaleið landsins, Gullna hringnum svonefnda, en þar varð óhapp á Þingvallavegi sl. þriðjudag þegar rúta með 45 erlenda ferðamenn valt í mikilli hálku og roki á leið til Geysis og Gullfoss.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert