Yfir 10% þjóðarinnar á þunglyndislyfjum

Yfir 10% íslensku þjóðarinnar er á þunglyndislyfjum og er hlutfallið …
Yfir 10% íslensku þjóðarinnar er á þunglyndislyfjum og er hlutfallið hvergi jafn hátt innan OECD. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslendingar nota mest af þunglyndislyfjum af þeim þjóðum sem eru innan vébanda Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD.

Í Frétt Guardian í dag kemur fram að Íslendingar neyta tæplega 106 dagskammta af þunglyndislyfjum á hverja þúsund íbúa á dag. Sem þýðir að yfir 10% þjóðarinnar neytir þunglyndislyfja að staðaldri. Hefur notkun Íslendinga á þunglyndislyfjum aukist jafnt og þétt undanfarin ár en þessar tölur eru frá árinu 2011. Árið 2000 voru dagskammtarnir tæplega 71 og tæplega 15 árið 1989 þegar fyrst var byrjað að safna þessum upplýsingum hjá OECD.

Notkun þunglyndislyfja hefur aukist á meðal efnaðra ríkja í heiminum undanfarinn áratug, samkvæmt skýrslunni. Segir í frétt Guardian að þetta veki grunsemdir um að of miklu sé ávísað af slíkum lyfjum.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert