Vilja vitundarvakningu um sóun matvæla á Íslandi

mbl.is/Hjörtur

Talið er að um 30% matvæla fari forgörðum bæði á heimilum og í verslunum og veitingastöðum á Íslandi. Kvenfélagasamband Íslands hefur skorið upp herör gegn þessari sóun matvæla og hyggst beita sér fyrir aukinni vakningu í þessum málum.

„Kvenfélagasambandið starfar með velferð þjóðarinnar og heimilanna að leiðarljósi og nú þegar kreppir að þá er ótrúlegt til þess að vita að fólk hendi svona miklum mat,“ segir Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Kvenfélagasambands Íslands.

Í Morgunblaðinu í dag segir hún margt vera ábótavant í samfélaginu sem hægt er að laga með almennri skynsemi og aukinni fræðslu til dæmis um geymsluþol matvæla. Þegar vörur séu merktar með „Best fyrir“ eða „síðasti söludagur“ þá þýðir það ekki að um sé að ræða síðasta neysludag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert