Ekki hægt að komast hjá uppsögnum

Mikil óánægja var á starfsmannafundi Ríkisútvarpsins sem fram fór í morgun þar sem Páll Magnússon, útvarpsstjóri, ræddi við starfsmenn um uppsagnirnar sem tilkynnt var um í gær og niðurskurð í starfsemi stofnunarinnar.

Haft er eftir Páli í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að óhjákvæmilegt hafi verið að ráðast í þessar aðgerðir vegna minni fjárframlaga til stofnunarinnar. Ekki hafi verið mögulegt að ráðast í aðrar aðgerðir líkt og gert hefði verið til þessa eins og frestun á lögbundnum framkvæmdum.

Sagði hann að framganga síðustu þriggja ríkisstjórna þýddi að Ríkisútvarpið yrði til frambúðar um 25% minna en það hafi verið árið 2009.

Hópur fólks er nú staddur við Ríkisútvarpið þar sem uppsögnunum og niðurskurðinum er mótmælt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert