Geta fengið áfallahjálp í kirkjunni

Árbæjarkirkja
Árbæjarkirkja mbl.is/Jim Smart

Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað í Árbænum vill sóknarpresturinn í Árbæjarkirkju, sr. Þór Hauksson koma á framfæri að íbúar hverfisins  sem þess óska geta komið til kirkjunnar og fengið áfallahjálp.

„Ljóst er að margir íbúar í næsta nágrenni eru í áfalli.  Einhverjir hafa kosið að hringja og aðrir lagt leið sína í kirkjuna.  Kirkjan er opin sem fyrr,“ segir í tilkynningu frá sr. Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert