Stal fé sem var ætlað langveikum

mbl.is/Júlíus

„Ég get staðfest að starfsmanni IGS á Keflavíkurflugvelli var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að viðkomandi játaði að hafa stolið umslögum með gjafamynt frá farþegum úr söfnun Vildarbarna,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

„Eins og flestir flugfarþegar þekkja þá er hægt að styrkja langveik börn með því að gefa mynt um borð í vélum Icelandair. Eftir að farþegi stingur mynt eða seðli í umslag til styrktar Vildarbörnum og afhendir flugfreyju um borð, eru öll umslög í viðkomandi flugi sett í sérstakan poka, og pokum úr öllum ferðum hvers dags er safnað saman af starfsfólki á flugvellinum áður en þeir eru afhentir í útibúi Landsbankans daglega,“ segir Guðjón og tekur fram að jafnan sé þetta smámynt. Lögregla rannsaki málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert