Meta hvort fréttaflutningur skapi hættu

Lögreglan við fjölbýlishúsið í Árbæ þar sem byssumaðurinn hélt til.
Lögreglan við fjölbýlishúsið í Árbæ þar sem byssumaðurinn hélt til. mbl.is

Nokkuð hefur verið rætt um öryggishlutverk Ríkisútvarpsins í kjölfar harmleiksins á mánudag þegar sérsveit lögreglunnar endaði á að skjóta vopnaðan mann eftir nokkurra klukkustunda umsátur í Árbænum.

Bent hefur verið á að fyrsta frétt af málinu birtist á vef RÚV um klukkan hálfsjö um morguninn, þremur og hálfri klukkustund eftir að lögreglu barst fyrst tilkynning um manninn.

Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, gagnrýndi í kjölfarið lögregluna fyrir að hafa ekki látið vita af ástandinu sem skapaðist enda var ljóst að fólki stafaði hætta af vopnuðum manninum. Lokaði lögreglan meðal annars tiltölulega stórum hluta Árbæjar meðan á aðgerðum stóð.

Ber að birta tilkynningar

Í lögum um RÚV segir að því beri að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu á sviði útvarps. Í greinargerð með frumvarpi laganna er öryggishlutverkið frekar skýrt. Þar segir að RÚV beri skylda til að koma á framfæri „tilkynningum frá almannavörnum, löggæslu, slysavarnafélögum eða hjálparsveitum og gera hlé á auglýstri dagskrá ef brýna nauðsyn ber til og almannaheill krefst“.

Einnig er kveðið á í 13. grein útvarpslaga að útvarpsstöðvum beri að láta lesa slíkar tilkynningar endurgjaldslaust við þær aðstæður.

Engin slík tilkynning barst frá löggæslu né almannavörnum vegna atburðarins á mánudag.

Ekki talin ástæða til virkja almannavarnaskipulag

Í skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra til Morgunblaðsins kemur fram að ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem stjórnuðu aðgerðunum hafi metið ástandið með þeim hætti að ekki væri nauðsynlegt að virkja almannavarnaskipulag sem Ríkisútvarpið er meðal annars hluti af til að miðla upplýsingum. Því hafi ekki verið haft samband við RÚV.

Þar kemur einnig fram að ógnir af mannavöldum, á borð við þær sem áttu sér stað á mánudag, geta skapað almannavarnaástand samkvæmt lögum um almannavarnir. Það sé þáttur í mati stjórnenda aðgerða eins og á mánudag hvort virkja þurfi almannavarnaskipulagið eða ekki. Meta þurfi hvort fréttaflutningur geti hugsanlega skapað frekari almannahættu, segir í svarinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert