Með Japani í norðurljósadansinn

Ingi Þór Guðmundsson segir Japani hafa mikinn áhuga á norðurljósum.
Ingi Þór Guðmundsson segir Japani hafa mikinn áhuga á norðurljósum.

„Japanir hafa mikinn áhuga á norðurljósum og þessi markaður er alltaf að stækka. Það má finna ýmsar svona smugur á markaðnum og þetta er afrakstur þeirra sambanda sem við komum okkur upp við fólk í Japan.“

Þetta segir Ingi Þór Guðmundsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands, í umfjöllun um norðurljósaskoðun í Morgunblaðinu í dag. Fulltrúar FÍ gengu á dögunum frá samkomulagi við ferðaskrifstofuna Viking Inc. í Tókýó um norðurljósaflug frá Reykjavík.

Viðtökurnar eystra hafa verið góðar. Fyrsta ferðin í þessum dúr var farin í nóvember og tókst vel. Þrjár ferðir eru á áætlun í febrúar og þegar eru um 100 sæti í þær seld. Fyrirkomulagið er klukkustundarflug með Fokker-vél frá FÍ sem klifrar upp fyrir ský og á þær slóðir sem helst má vænta að sjáist til norðurljósa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert