Skyrmarkaður erlendis tvöfalt stærri

Íslenskt skyr sækir í sig veðrið á erlendum mörkuðum.
Íslenskt skyr sækir í sig veðrið á erlendum mörkuðum. mbl.is/Ómar

Í heild hefur sala á skyri aukist um 56% á Norðurlöndunum á þessu ári miðað við síðasta ár og er markaðurinn þar orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu.

Ýmist er skyrið flutt út tilbúið eða framleitt ytra með sérleyfi. Útflutningur er að hefjast til Sviss og verður skyr komið í átta lúxusverslanir þar eftir um þrjá mánuði. Þá er hafinn útflutningur á skyri til Færeyja, að því er fram kemur í umfjöllun um útrás íslenska skyrsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert