Þurfa að greiða verjendum tugi milljóna

Sigurður Einarsson, Karl Axelsson og Hörður Felix Harðarson.
Sigurður Einarsson, Karl Axelsson og Hörður Felix Harðarson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sakborningar í Al Thani-málinu þurfa að greiða yfir 80 milljónir í málsvarnarlaun til verjenda sinna. Málinu verður áfrýjað og verður kostnaður þeirra enn hærri ef þeir verða líka fundnir sekir í Hæstarétti.

Hreiðar Már Sigurðsson þarf að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Harðar Felix Harðarsonar hæstaréttarlögmanns, 33.495.950 krónur.

Sigurður Einarsson þarf að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna, Ólafs Eiríkssonar hæstaréttarlögmanns, 3.526.550 krónur og Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 10.855.750 krónur, en Gestur sagði sig frá málinu fyrr á þessu ári.

Ólafur Ólafsson þarf að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna, Þórólfs Jónssonar héraðsdómslögmanns, 14.708.600 krónur og Ragnars Halldórs Hall hæstaréttarlögmanns, 5.898.500 krónur. Ragnar sagði sig frá málinu um leið og Gestur.

Magnús Guðmundsson þarf að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Karls Axelssonar hæstaréttarlögmanns, 20.255.700 krónur.

Gestur og Ragnar þurfa að greiða hvor um sig 1.000.000 króna sekt í ríkissjóð fyrir að segja sig frá málinu.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert