„Ég er þroskaheftur“

Jón Gnarr í ræðustól í dag.
Jón Gnarr í ræðustól í dag. Skjáskot af vefsvæði Reykjavíkurborgar.

„Ég er þroskaheftur,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í umræðu um niðurstöður PISA-könnunarinnar á borgarstjórnarfundi í dag. „Ég er þroskaskertur. Þegar ég hóf mína skólagöngu þá var aðaláherslan lögð á að ég næði árangri í þrennu: að ég gæti klætt mig sjálfur, borðað sjálfur og þrifið mig sjálfur.“

Jón sagði mikilvægt að hlutir séu greindir og það sé eitthvert nafn yfir þá, að það séu erfiðleikar eða raskanir, að þeir hafi nafn, gildi og hægt sé að bregðast við þeim á viðeigandi hátt. Hann nefndi asperger-heilkenni, ADHD og einhverfuróf.

Borgarstjóri gerði svo óvænt hlé á ræðu sinni í miðri setningu og sagði: „Það er eitt sem mig langar að taka fram og er hluti af minni skerðingu. Það er skert tímaskyn og skilningur á tíma þannig að ég átta mig ekki á því, það er nefnilega búið að breyta ræðutímanum og tekur mig mjög langan tíma að venjast því, þannig að ég hef ekki tilfinningu fyrir því hvenær ræðutíma mínum lýkur.“

Vill leggja niður dönskukennslu

Hann brást við ræðu Sóleyjar Tómasdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún kom inn á kynjajafnræði í skólum með þeim hætti að segja að það séu ólíkar áherslur á margan hátt. „Sumt af því er eðlilegt, sumt af því er skiljanlegt. Annað er óeðlilegt og sumt er ósanngjarnt og ákveðin mismunun, ástæðulaus mismunun.“

Jón sagði að það hefði verið sér mikið ánægjuefni þegar hann vaknaði upp á sjúkrahúsi fyrir nokkrum árum að þá komu að fimm læknar og allt konur. 

Þá sagði Jón að í sínu tilviki hefði eitthvað farið úrskeiðis. „Ég held að það sé eitthvað sem hægt er að læra af til að forða öðrum frá því sama, og það skiptir mig ekki máli hvort það eru drengir eða stúlkur.“

Síðar í ræðu sinni sagði hann að borgarfulltrúar ættu að gera sér grein fyrir því hvað enskan hafi mikil áhrif, á íslenska tungu og samskipti manna á milli. Því ætti að efla enskukennslu á kostnað dönsku. „Við ættum að hætta að kenna dönsku. Ég tel hana úrelta í íslensku skólakerfi.“

Borgarstjórnarfundur í beinni útsendingu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðalmeðferð hefst í Birnumálinu

08:42 Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að alls muni 37 manns bera vitni fyrir dómi og munu flestir þeirra koma fyrir dóm í dag og á morgun. Meira »

Fá ókeypis skólagögn í 41 sveitarfélagi

08:31 Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Meira »

Messað í nýju safnaðarheimili

07:57 Nýtt safnaðarheimili Áskirkju við Kirkjutorg á Völlunum í Hafnarfirði, sem hýsa mun kirkjustarf safnaðarins, var tekið í notkun í gær. Meira »

Tilnefndar til Ísnálarinnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

05:30 Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur. Meira »

824 bíða stúdentaíbúða

05:30 824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.  Meira »

Ekki mokað aftur í göngin

05:30 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng. Meira »

Nýtt hljóðmælingakerfi komið upp

05:30 Isavia hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll sem er opið öllum í gegnum vef fyrirtækisins. Meira »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...