Loksins saman á sviði

Harpa Arnardóttir og Edda Arnljótsdóttir.
Harpa Arnardóttir og Edda Arnljótsdóttir. Kristinn Ingvarsson

Harpa Arnardóttir og Edda Arnljótsdóttir eru í hópi kvenna sem hrifsa völdin af körlunum í gamanleik Aristófanesar, Þingkonunum, sem frumsýndur verður á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á öðrum degi jóla. Þær voru samferða gegnum barna-, gagnfræða- og menntaskóla og brautskráðust saman frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990. Þrátt fyrir mikil afköst hafa þær ekki staðið saman á atvinnuleiksviði fyrr en nú.

Harpa og Edda kynntust fyrir fjörutíu árum. „Guð minn góður, er það orðið svo langt? Ekki segja frá þessu,“ segja þær sposkar.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við stöndum saman á atvinnuleiksviði,“ upplýsir Edda.
„Það er alveg ótrúlegt,“ segir Harpa, „að leiðir okkar hafi ekki legið saman allan þennan tíma.“
Edda tekur undir það. „Eins og við höfum leikið mikið. Við höfum ekki einu sinni verið saman í útvarpsleikriti.“

En hvað segja þær um hinn 2.400 ára gamla gamanleik?

„Þetta er Áramótaskaup eða Spaugstofa þess tíma. Grunnurinn er sá sami. Samtíminn
í spéspegli, ekki síst pólitíkin. Svo finnst okkur Spaugstofan hafa verið lengi,“ segir
Harpa.

„Já, þeir eru greinilega rétt að byrja,“
bætir Edda við.

Rætt er við Hörpu og Eddu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert