„Nútíma þrælahald“ bankafólks

Seðlar.
Seðlar. mbl.is/Golli

Fastlaunasamningar bankafólks eru „nútíma þrælahald“ að mati Friðberts Traustasonar, formanns Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hann gagnrýnir áformaða bankaskatta vegna leiðréttingar íbúðalána harðlega.

Friðbert skrifar í nýtt tímarit SFF að það sé „hreint með ólíkindum að þurfa að lesa og upplifa slíkan fjandskap gagnvart einni tiltekinni starfsstétt“ og vísar þar til frumvarps til laga um fjársýsluskatt. Hann vitnar jafnframt til skrifa Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, í ársriti SFF:

„Í grein sem Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, skrifaði í ársrit SFF segir hann m.a.: ,,Aukinn kostnaður og margvíslegar álögur hafa verið lagðar á fjármálastarfsemi. Þetta hefur átt sér stað með fjölgun nýrra skatta, m.a. sérstökum bankaskatti og sérstökum eftirlitsgjöldum, hærri álögum og vaxandi kröfum löggjafa og eftirlitsaðila.“ Seinna í sömu grein segir Höskuldur: ,,Ljóst er að þessi þróun kemur á endanum niður á viðskiptavinum fjármálafyrirtækjanna.““

Tugir milljarða í álögur á ári

Friðbert bendir því næst á að íslensk fjármálafyrirtæki greiði nú þegar 30 milljarða í skatta til samfélagsins, þar af milljarð til Umboðsmanns skuldara í ár.

Skattar á fjármálafyrirtæki á árinu 2013 séu varlega áætlaðir sem hér segir:


Tekjuskattur 12 milljarðar
Sérstakur tekjuskattur 4 milljarðar
Ótekjutengdir skattar:
Tryggingagjald 5,2 milljarðar
Bankaskattur 2 milljarðar
Fjársýsluskattur 4,5 milljarðar
Gjald til Fjármálaeftirlitsins 1,3 milljarður
Gjald til Umboðsmanns skuldara 1 milljarður
Samtals 30 milljarðar

„Samkvæmt áætlun í fjárlagafrumvarpi ársins 2014 mun bankaskatturinn hækka úr 2 milljörðum í 9 milljarða. Þá verða ótekjutengdir skattar á starfandi fjármálafyrirtæki komnir í samtals 23 milljarða. Ef þessar áætlanir ríkisstjórnarinnar ganga eftir þá verða heildar skattar og gjöld íslenskra fjármálafyrirtækja hærri en greidd laun þessara sömu fyrirtækja árið 2014. Það þarf engin önnur starfsstétt eða önnur fyrirtæki að búa við sambærileg starfsskilyrði!“ skrifar Friðbert.

Hann bendir jafnframt á að um „2.000 starfsmenn fjármálafyrirtækja hafi misst vinnuna, lífsviðurværi sitt, á undanförnum fimm árum“.

Grein Friðberts má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert