Gögnum frá Glitni lekið

Höfuðstöðvar Glitnis þegar hann var og hét.
Höfuðstöðvar Glitnis þegar hann var og hét. mbl.is

Ítarlegum upplýsingum um starfsemi Glitnis fyrir bankahrun, m.a. um helstu lántaka og hluthafa bankans, hefur verið lekið á netið. Uppljóstrunarsamtökin The Associated Whistle-Blowing Press (AWP) birta gögnin í gegnum síðuna Ljost.is. Gagnapakkinn er sá fyrsti af mörgum sem mun birtast, að sögn samtakanna.

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að í gögnunum séu sannanir fyrir því að nokkrir einstaklingar og fyrirtæki, með sterk tengsl við kjarnahluthafa Glitnis, hafi fengið lánaðar háar upphæðir frá bankanum, oft án þess að fyrir lægi fullnægjandi veð.

„AWP birtir þessi gögn [...] í þeirri trú að þau muni dýpka skilning stjórnvalda og almennings á íslenska efnahagshruninu árið 2008,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þau segjast jafnframt vonast til að gögnin verði til þess að greiða veg rannsóknar á hugsanlegri spillingu og handvömm í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi.

Gögnin má nálgast hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert