Mikið álag á bráðamóttöku

Erilsöm vakt á bráðamóttökunni.
Erilsöm vakt á bráðamóttökunni. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið álag hefur verið á bráðamóttökunni í Fossvogi yfir hátíðarnar. Sérfræðingur á bráðamóttökunni segir lokanir yfir hátíðarnar hafi sett mark sitt á starf bráðamóttökunnar.

„Ástandið hefur verið mjög þungt og við höfum fundið fyrir ákveðnu úrræðaleysi vegna skorts á hjúkrunarplássum.“

Metdagur á þriðja í jólum

Þegar frídagarnir hittast svona á eins og í ár þá færist hitinn og þunginn af heilbrigðiskerfinu og yfir á bráðamóttökuna, að sögn sérfræðingsins. Metdagur varð til dæmis 27. desember, þriðja í jólum, sem reyndist gríðarlega þungur dagur á bráðamóttökunni.

„Fyrir utan öll smáslysin sem koma inn á okkar borð þá er mikið af ungu fólki að leita til okkar frekar en að leita annarra úrræða eins og til dæmis þjónustu heilsugæslu eða læknavaktarinnar. Þá leitar eldra fólk sem hefur lítinn stuðning heima við einnig mikið til okkar,“ segir sérfræðingurinn. 

„Þegar ástandið er þannig að erfitt er fyrir eldra fólk að komast í hjúkrunarrými og fá þann stuðning sem það þarf á að halda. Þegar eitthvað út af bregður þá getur það hvergi leitað annað en hingað. Yfirleitt er lítið um töfralausnir sem við höfum en þegar allt annað þrýtur endar það þannig að fólk leggst inn á spítalann. Það þarf að velja hvenær gripið er til slíkra úrræða og þá fjölgar um leið þeim sem leita á bráðamóttöku og það er reynt á meðferð heima fyrir sem oftast nær gengur upp.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert