Andlát: Leifur Þorsteinsson

Leifur Þorsteinsson ljósmyndari.
Leifur Þorsteinsson ljósmyndari.

Leifur Þorsteinsson ljósmyndari lést á krabbameinsdeild LSH þann 28. desember síðastliðinn, áttræður að aldri.

Leifur fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1933. Foreldrar hans voru Þorsteinn Loftsson, vélfræðingur og vélfræðiráðunautur Fiskifélags Íslands, og Pálína Vigfúsdóttir húsmóðir. Leifur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955. Hann stundaði nám í efna- og eðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1955-1958 en sneri sér síðan að ljósmyndun. Hann lærði hjá Selzer ljósmyndara í Kaupmannahöfn og sérhæfði sig í litljósmyndafræðum og iðnaðar- og auglýsingaljósmyndun. Hann lauk sveinsprófi við Photografisk forenings fagskole 1962 og flutti heim sama ár. Kona hans, Friðrika Gunnlaug Geirsdóttir, nam grafíska hönnun í Kaupmannahöfn. Synir þeirra eru Björn Geir skurðlæknir og Þorsteinn Páll, smiður og sagnfræðinemi.

Leifur stofnaði ljósmyndastofu í Reykjavík og var frumkvöðull í litljósmyndun og auglýsingaljósmyndun á Íslandi. Hann starfaði mikið að félagsmálum í sínu fagi. Gegnum allan sinn starfsferil stundaði hann ljósmyndun einnig sem listgrein. Hann hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum bæði heima og erlendis. Leifur kenndi fræði sín alla tíð, fyrst í Iðnskólanum, síðan við Myndlista- og handíðaskólann og í Listaháskóla Íslands þar sem hann lauk störfum 72 ára að aldri.

Um það leyti er hann veiktist síðastliðið haust, hélt hann sína síðustu sýningu á nýjum svarthvítum verkum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert